Hættir sem formaður SVFR

Árni Friðleifsson hampar laxi úr Langá.
Árni Friðleifsson hampar laxi úr Langá. svfr

Á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur birtist í morgun yfirlýsing frá Árna Friðleifssyni formanni félagsins að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar fyrir aðalfund félagsins undir lok mánaðarins.

Í yfirlýsingunni sem Árni sendi félagsmönnum kemur orðrétt fram:

„Ég hef ákveðið að stíga til hliðar og mun ekki gefa kost á mér til formennsku áfram á aðalfundi sem verður 24. febrúar n.k. Ég hef verið í stjórn félagsins í 10 ár, þar af formaður síðustu fjögur árin. Á þessum tímapunkti er ágætis tækifæri að stíga til hliðar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er á góðum stað og rekstur kominn í jafnvægi. Ég sagði á aðalfundi 2015 að félagið væri einsog stórt flutningaskip, það tæki tíma að beygja því inn á rétta siglingaleið. Sú beygja er nú komin og SVFR er á réttri leið á móts við framtíðina.

Ég óska þeim sem munu taka við stjórnartaumum eftir aðalfund velfarnaðar og gæfu.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert