Veiðileyfi í Fnjóská lækka

Séð yfir Kolbeinspoll á svæði 1 í Fnjóská.
Séð yfir Kolbeinspoll á svæði 1 í Fnjóská. Erlendur Steinar

Samkvæmt Erlendi Steinar Friðrikssyni á Akureyri, sem heldur meðal annars heldur utan um sölu veiðileyfa á svokölluðu Veiðitorgi, þá hefur verið ákveðið að lækka veiðileyfin í Fnjóská á sumri komanda um 30%.

Ástæðan fyrir þessu er sú að veiðin síðasta sumar var vonbrigði líkt og víðast hvar á Norðausturlandi. Aðeins komu 107 laxar á land úr Fnjóská síðastliðið sumar sem er lélegasta veiði um langt árabil, en meðalveiði síðan 1969 er um 430 laxar. Það þóttu þó ákveðin tíðindi að bleikjan virðist vera aðeins að braggast og var veiði á henni talsvert meiri en árið á undan.

Erlendur nefndi sem dæmi þá kostaði 1. águst í fyrra 75.000 krónur dagurinn, en lækkar nú um 27% og fer niður í 55.000 krónur.  Þá kostar 30. ágúst 46.000 krónur en lækkar í sumar niður í 31.000 krónur eða um 33%.

Fjögur ný veiðihús, hvert með tveimur tveggja manna herbergjum, standa við gamla veiðihúsið Flúðasel sem stendur fyrir í landi Böðvarsness við svæði 2 miðsvæðis í dalnum.  

Erlendur sagði að veiðihorfur fyrir sumarið yrðu að teljast ágætar því að í júní 2017 voru sett út tæplega 50.000 sjógönguseiði. Sé miðað við eðlilegar heimtur upp á 0,5 til 1,0 % heimtur væru því von á 250 til 500 löxum á land sem kæmi til viðbótar við náttúrulegan stofn árinnar.

Síðustu tvö sumur hafa verið hliðholl náttúrulega seiðastofni hennar þar sem sumrin hafa verið nokkuð löng og hlý, sem skilar sér strax í hraðari seiðavexti. Höfðu þau ágætan meðbyr þegar þau gengu út því mestu leysingar voru í mai, eða mánuði fyrr en í meðalári.byr þegar þau gengu út því mestu leysingar voru í mai, eða mánuði fyrr en í meðalári.

Veiðihúsin Flúðasel við Fnjóská.
Veiðihúsin Flúðasel við Fnjóská. fnjoska.is
Yfirlit yfir veiði í Fnjóská frá 2004.
Yfirlit yfir veiði í Fnjóská frá 2004. veiditorg.is
Lax á hvern stangardag frá árinu 2006 til 2017 í …
Lax á hvern stangardag frá árinu 2006 til 2017 í Fnjóská. veiditorg.is
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert