Slys hjá Arnarlaxi

Frá lax­eldi Arn­ar­lax.
Frá lax­eldi Arn­ar­lax. Helgi Bjarnason

Fram kemur í vefmiðli Stundarinnar að slys hafi orðið hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi í Tálknafirði fyrir nokkrum dögum þegar eldiskví með um 500 til 600 tonn af eldislaxi sökk.

Fram kemur að talsverð afföll hafi orðið á laxinum og hefur Stundin eftir Jónasi Snæbjörnssyni yfirmanni hjá Arnarlaxi í Tálknafirði að hann telji þó að enginn lax hafi þó sloppið út í umhverfið.

RUV hefur eftir Birni Þorlákssyni upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunnar að stofnunin hefði sent Arnarlaxi fyrirspurn í morgun til að leita frekari upplýsinga um hvað hafi gerst. Engin svör hafi enn borist frá fyrirtækinu.

Fram kemur hjá Birni að samkvæmt starfsleyfi fyrirtækisins þurfi að tilkynna slys til Umhverfisstofnunnar, Fiskistofu og Matvælastofnunar.  

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert