D24 Saemundur Thor Helgason: RATE OF RETURN %

D24 Sæmundur Þór Helgason: ÁVÖXTUN %

Sæmundur Þór Helgason (f. 1986) er fyrsti listamaðurinn til að sýna í D-salnum árið 2016. Í verkum sínum fæst Sæmundur Þór við hlutverk og skilyrði myndlistarinnar í tækni- og markaðsvæddum heimi nútímans.

Sæmundur Þór býr og starfar í London þar sem sem hann lauk MA gráðu í myndlist frá Goldsmiths Háskólanum árið 2015. Hann lauk BA gráðu úr Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012. Af nýlegum sýningum sem Sæmundur Þór hefur tekið þátt í má nefna ‘CO-WORKERS – Network as Artist’ í Musée d’Art Moderne de la Ville de París (2015), ‘Vanity Fair | Demo Mode’ í Project Native Informant í London (2015) og ‘#KOMASVO’ í Listasafni ASÍ (2015). Síðasta einkasýning Sæmundar Þórs hér á landi var í Kunstschlager árið 2013.

Í D-sal Hafnarhússins eru að jafnaði sýnd verk eftir listamenn sem ekki hafa áður haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins. Markmið sýningaraðarinnar er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna innan veggja safnsins og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins. Á árinu 2016 eru áætlaðar alls fimm sýningar í sýningaröðinni, en sýnendur eru Sæmundur Þór Helgason, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Arnfinnur Amazeen, Örn Alexander Ámundason og Ingibjörg Sigurjónsdóttir.

Sýningaröðin, sem nefnd er eftir D-sal Hafnarhússins, hófst árið 2007 og snýr nú aftur eftir nokkurra ára hlé. Margir áhugaverðir listamenn fylla þann hóp sem sýnt hefur í D-sal en að meðtöldum með Sæmundi Þór hafa 24 listamenn tekið þátt í verkefninu sem hlaut Menningarverðlaun DV árið 2009. 

15. jan. 2016 - 21. jan. 2016
Viðburði er lokið

Hafnarhús - Listasafn Reykjavíkur

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík

0000000 / 1111111

Viðburður á Facebook

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ