Fyrirlestur: Því svo elskaði Guð heiminn að hún gaf einkadóttur sína …

Fyrirlestur: Því svo elskaði Guð heiminn að hún gaf einkadóttur sína …

Hvenær hefst þessi viðburður: 
18. janúar 2016 - 11:40
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 229

Fyrirlestur: Því svo elskaði Guð heiminn að hún gaf einkadóttur sína …

Mánudaginn 18. janúar n.k. heldur Óttar M. Norðfjörð fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:40.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Því svo elskaði Guð heiminn að hún gaf einkadóttur sína …

Í fyrirlestrinum tekur Óttar M. Norðfjörð fyrir spurninguna: Hvað ef Jesús hefði verið kona? Þessi spurning verður skoðuð og rædd á málstofunni, einkum út frá nýlegri bók Óttars, Jóhannesarguðspjall (2014) þar sem María Magdalena og Jesús hafa skipt um hlutverk, Guð er kvenkyns og helmingur „lærlinganna“ sömuleiðis. Textinn er í senn afar kunnuglegur og undarlega framandi, því það er María sem við fylgjumst með ganga á vatni, metta fjöldann, pínda, krossfesta og rísa upp á þriðja degi.

Óttar M. Norðfjörð hefur gefið út átta skáldsögur og ýmis önnur verk. Verk hans hafa komið út í kringum tuttugu löndum. Undanfarin ár hefur hann aðallega fengist við kvikmyndahandritaskrif.

Fyrirlesturinn er öllum opinn.

18. jan. 2016 kl. 11:40
Viðburði er lokið

Háskóli Íslands

Sæmundargata 4, 101 Reykjavík

+354 525 4000

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ