Uppgangur Black Lives Matter-hreyfingarinnar: Kynþáttur og löggæsla í Bandaríkjunum

Uppgangur Black Lives Matter-hreyfingarinnar: Kynþáttur og löggæsla í Bandaríkjunum

Hvenær hefst þessi viðburður: 
21. apríl 2017 - 12:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands
Dr. Rashawn Ray heldur níunda fyrirlestur vormisseris í fyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, í samstarfi við félagsfræðideild, á félags- og mannvísindadeild HÍ, föstudaginn 21. apríl, kl. 12.00-13.00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlestur hans nefnist: „Uppgangur Black Lives Matter-hreyfingarinnar: Kynþáttur og löggæsla í Bandaríkjunum.“ Dr. Rashawn Ray er dósent í félagsfræði við Maryland-háskóla en var áður Robert Wood Johnson nýdoktor við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Rannsóknir hans fást við þau félagslegu ferli sem búa til og viðhalda kynþáttamisrétti og félagslegum ójöfnuði og varpa ljósi á hvernig grasrótarhreyfingar og stefnumótun geta dregið úr slíkri mismunun. Meðfram rannsóknar- og fræðistörfum hefur Rayshawn tekið mikinn þátt í samfélagsumræðu um kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum. Meðal annars hefur hann fjallað um rannsóknir sínar í fjölmiðlum á borð við New York Times, Huffingston Post, NBC, Fox og NPR. Í fyrirlestrinum mun Rashawn fjalla um hvernig nýleg morð lögreglunnar í Bandaríkjunum á blökkumönnum sem hafa endurvakið umræður um kynþætti, glæpi og mismunun. Hann notar gögn úr stórri rrannsókn á #BlackLivesMatter og samskiptum lögreglu og borgara til að skoða hvernig undirliggjandi hlutdrægni gegnsýrir löggæsluna og viðheldur kynþáttamismunun. Niðurstöðurnar sýna að svartir og rómansk-amerískir íbúar bera minna traust til lögreglunnar og verða frekar fyrir illri meðferð en hvítir Bandaríkjamenn. Stéttarstaða blökkumanna í millistrétt ver þá ekki þeirri tilfinningu að þeir séu í meiri hættu gagnvart misbeitingu lögreglunnar. Blökkumenn segja þó frá því að myndavélar sem eru orðnar hluti af útbúnaði lögreglu séu jákvætt skref í átt að gagnsæi, hlutleysi og réttlæti í löggæslu. Þá mun hann einnig fjalla um hvernig nota má niðurstöður rannsókna við stefnumótun til umbóta á refsivörslukerfinu. Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn. Finndu viðburðinn á Facebook! Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2017 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

21. apr. 2017 kl. 12:00–13:00
Viðburði er lokið

Þjóðminjasafn Íslands

Suðurgata 41, 101 Reykjavík

+354 530 2200

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ