Managing with your story
Háskólinn í Reykjavík

Managing with your story

Managing with your storyPresentation skills for leaders

 • 27.4.2017, 13:00 - 17:00
 • Stofa M325 / 326
 • Verð: 20.000 kr.

Núverandi og útskrifaðir MPM-nemendur fá 50% afslátt af námskeiðsgjöldum.

MPM-námið við Háskólann í Reykjavík er 10 ára og býður af því tilefni upp á námskeið með hinum heimsþekkta uppistandara Judy Carter. Judy hefur komið fram í yfir 100 sjónvarpsþáttum, þar á meðal hjá Oprah Winfrey og hefur unnið með heimsþekktum einstaklingum á við Prince, Jerry Seinfeld, Jay Leno og Sarah Silverman. Hún er höfundur bókanna The Comedy Bible og Stand up comedy. Þetta er einstakt tækifæri til að læra um leiðtogahlutverkið og faglega stjórnun af þessari bráðfyndnu konu!

Námskeið um stjórnun og sagnalist

Sögur og sagnalist eru mögnuð stjórnunartæki. Leiðtogar sem ná fram skuldbindingu fylgjenda sinna gera það með því að snerta við þeim tilfinningalega og skapa þannig djúpstæð tengsl. Lykillinn að því að láta þetta gerast eru frásagnir sem höfða til fólks, vekja hjá því metnað og leiða til umbreytinga.

 • Ertu óörugg(ur) þegar þú talar fyrir framan aðra?
 • Vefst þér tunga um tönn þegar sviðsljósið beinist að þér?
 • Fá skapandi hugmyndir þínar ekki brautargengi?
 • Er gríni þínu fálega tekið?

Ef þú svaraðir „já“ við einhverri af þessum spurningum ættir þú ekki að láta þetta námskeið framhjá þér fara! Á námskeiðinu muntu læra að: 

 • Beita sögum til að koma skilaboðum á framfæri og veita öðrum innblástur.
 • Byggja upp sögur þína þannig að þær hafi tilætluð áhrif.
 • Finna magnaðar sögur í hversdeginum.
 • Skilgreina þær þrjár meginsögur sem þú þarft í viðskiptum.

Skráning

27. apr. 2017 kl. 13:00–17:00
Viðburði er lokið

Háskólinn í Reykjavík

Menntavegi 1, 101 Reykjavík

+354 599 6200

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ