Colonists of Fire and Ice | Watercolor Exhibition

Gróður elds og ísa | Sýning á verkum Derek Mundell

Mosaþembur eru yrkisefni flestra mynda á sýningunni en þar eru líka vetrarmyndir þar sem ætla verður að mosinn liggi undir snjó og bíði vorkomunnar. Áhugaverðast við mosann frá sjónarhóli myndlistarinnar eru litbrigði hans þegar birtan breytist. Í sólskini framkallast nýtt litróf og það gerist líka þegar bregður af þurrki yfir í vætutíð. Gamburmosinn er þá ekki lengur grár en hraunbreiðurnar litast grænar og dýjamosinn tindrar af vatnsdropum. Og innan um fléttast hreindýramosinn, ljósgrár með fölum fjólubláum tilbrigðum.

Frá: 9. sep. 2017 kl. 10:00–18:00
Til: 19. des. 2017 kl. 10:00–18:00
Viðburði er lokið

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi

Gerðuberg 3-5, 111 Reykjavík

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ