Myndasögusýning Arnars Heiðmars: Here and Back Again

Á sýningunni verða myndasögur sem listamaðurinn hefur unnið að bæði sem myndasöguhöfundur og ritstjóri með listamönnum á undanförnum árum. Þar sem allir textar verkanna eru á ensku var ákveðið að yfirskrift sýningarinnar endurspeglaði það og er hún því jafnframt á ensku.

Yfirskriftin Here and Back Again á rætur að rekja til upphafs ferils listamannsins, en hann hófst einmitt í Grófinni árið 2013 þegar hann tók þátt í myndasögusamkeppni með Elizabeth Katrín Mason. Á þessum fjórum árum sem liðin eru hefur listamaðurinn unnið með fyrirtækjum, útgefendum og listamönnum.

 

10. jan. - 26. feb.
Viðburði er lokið

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Vefsíða viðburðar

Viðburður á Facebook

+ SKRÁ VIÐBURÐ