Allar leiðir slæmar

Allar leiðir slæmar

Sýningin Allar leiðir slæmar er afrakstur tveggja vikna námskeiðs sem útskriftarnemar við Listaháskóla Íslands, myndlistardeild, tóku þátt í á Seyðisfirði. Námskeiðið heitir Vinnustofan Seyðisfjörður og hefur verið haldið árlega síðan 2001 í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna.

Nemendur komu í fallegu veðri en áður en langt um leið skall óveður á. Allar leiðir út úr firðinum voru lokaðar. Sum þeirra neyddust til að leita á náðir bæjarbúa sem af góðmennsku sinni lánuðu þeim betri föt. Það verður áhugavert að sjá hvort þessar óvenjulegu aðstæður munu hafa áhrif á viðfangsefni sýningarinnar Allar leiðir slæmar í Skaftfelli - myndlistarmiðstöð Austurlands.

Nemendur Listaháskóla Íslands: Agnes Ársælsdóttir, Almar Steinn Atlason, Anna Andrea Winther, Ágústa Björnsdóttir, Guðný Sara Birgisdóttir, Hanne Korsnes, Hillevi Cecilia Högström, Katrín Helga Andrésdóttir, Tora Victoria Stiefel, Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson, Þórunn Kolbeinsdóttir, Æsa Saga Otrsdóttir Árdal.

Sýningarstjórar: Björn Roth og Kristján Steingrímur Jónsson.

3. feb. - 8. apr.
Viðburði er lokið

Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands

Austurvegur 42, 710 Seyðisfjörður

+354 472 1632

Vefsíða viðburðar

Viðburður á Facebook

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ