"EN TÍMINN SKUNDAÐI BURT..." Sýning um Guðrúnu Lárusdóttur

"EN TÍMINN SKUNDAÐI BURT..." Sýning um Guðrúnu Lárusdóttur

Sýning um Guðrúnu Lárusdóttur verður opnuð í Þjóðarbókhlöðunni miðvikudaginn 9. maí kl. 16. Sýningunni er ætlað að draga fram minningu og arfleifð Guðrúnar Lárusdóttur sem lést í bílslysi í Tungufljóti 1938 þar sem hún drukknaði ásamt tveimur dætrum sínum. Frú Guðrún Lárusdóttir er ein merkasta kona 20. aldar – hún var ótrúlega fjölhæf og virk í samfélaginu. Hún var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1912–1918, 10 barna móðir, þjóðkunn fyrir ýmsa menningarstarfsemi, fjöllesinn og afkastamikill rithöfundur og alþingismaður frá 1930 til dauðadags, auk þess sem hún var virk í félagsstarfi. Með því að heiðra minningu Guðrúnar Lárusdóttur undirstrikum við að bæði ungt fólk og þeir eldri geta lært af konu eins og henni sem talaði fyrir góðum málum og sinnti á sérstakan þátt þeim sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Við opnun flytja ávörp Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, dr. María Ágústsdóttir fyrir hönd afkomenda Guðrúnar og Málfríður Finnbogadóttir höfundur sýningarinnar. Sýningin er á dagskrá fullveldisafmælisins: https://www.fullveldi1918.is/is/dagskra-arsins/en-timinn-skundadi-burt

9. maí. - 11. nóv.

Þjóðarbókhlaðan

Arngrímsgata 3, 107 Reykjavík

+354 525 5600

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ