Guð blessi Ísland

Guð blessi Ísland

Á Íslandi ríkir borgarastyrjöld. Búsáhaldabyltingin er hafin. Uppreisnarfólk stendur fyrir framan Alþingi og lemur potta og pönnur. Sigurinn er vís - vanhæf ríkisstjórn fellur. Í miðjum átökunum á Austurvelli samþykkir Alþingi að hrinda af stað rannsókn um orsakir hrunsins. Skýrsla kemur út í apríl 2010. Hún er yfirgripsmikil – en um fram allt æsispennandi, líkust reyfara sem varla er hægt að leggja frá sér. Þar er flett ofan af vafasömum viðskiptum ofurhetja íslenska bankakerfisins og ótrúlegum samskiptum æðstu embættismanna þjóðarinnar lýst. Lygileg samtöl lifna við – ólíkindaleg samskipti eiga sér stað. Þetta var partý aldarinnar. Þetta var siðlausasta skeið í sögu þjóðarinnar. Þetta var eitt mesta hneyksli í fjármálasögu Evrópu fyrr og síðar!

Næstu sýningartímar

  • 20. október, kl. 20:00
  • 17. desember, kl. 20:00

Frá: 20. okt. 2017 kl. 20:00
Til: 17. des. 2017 kl. 20:00
Viðburði er lokið

Borgarleikhúsið

Listabraut 3, 103 Reykjavík

+354 568 8000

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ