Curver Thoroddsen: Co-Mix Erró Soundscape

Curver Thoroddsen: Co-Mix Erró hljóðvíðátta

Listamaðurinn Curver Thoroddsen flytur hljóðgjörninginn Erró hljóðvíðátta við opnun sýningar á verkum Errós: Því meira, því fegurra. Á sýningunni Því meira, því fegurra er varpað sérstöku ljósi á verk Errós sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Slík myndgerð hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í listsköpun hans og má rekja aftur til ungdómsverka hans. Meira en þrjátíu verk úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur – málverk, klippimyndir og kvikmyndir – sýna hvernig listamaðurinn skapar flóknar og hlaðnar myndbyggingar, sem miðla myndefni tengdu stjórnmálum, vísindum, skáldskap og listasögu.

18. feb. 2017 kl. 14:00–14:30
Viðburði er lokið

Hafnarhús - Listasafn Reykjavíkur

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík

0000000 / 1111111

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ