Ísafjörður

safjörður er þéttbýlisstaður á Eyri við Skutulsfjörð. Hann er þjónustumiðstöð sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar og er stærsti byggðakjarninn innan þess.Ísafjörður var einn hinna 6 verslunarstaða á Íslandi sem fengu kaupstaðarréttindi árið 1786 (hinir voru Reykjavík, Grundarfjörður,Akureyri, Seyðisfjörður og Vestmannaeyjar) en missti þau aftur eins og allir hinir að Reykjavík undanskilinni. Bærinn endurheimti kaupstaðarréttindin árið 1866. Náði land kaupstaðarins yfir Eyrina og stóran hluta Eyrarhlíðar.