Kjarvalsstaðir - Listasafn Reykjavíkur

Kjarvalsstaðir - Listasafn Reykjavíkur

Kjarvalsstaðir voru teknir í notkun árið 1973 en höfðu þá verið í byggingu frá árinu 1966. Arkitekt er Hannes Kr. Davíðsson en þetta er fyrsta byggingin á Íslandi sem sérstaklega er hönnuð fyrir myndlist. Auk tímabundinna sýninga á Kjarvalsstöðum eru þar eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885-1972). Kjarval skipar sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar fyrr og síðar.

Flókagata, 105 Reykjavík

Heimasíða