Sjóminjasafnið í Reykjavík

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Frá upphafi byggðar á Íslandi hafa landsmenn byggt afkomu sína að meira eða minna leyti á fiskveiðum. Byggð við Faxaflóa var mjög háð fiskveiðum og útgerð og þéttbýlismyndun í Reykjavík og Hafnarfirði á 19. öld átti nánast alfarið rætur sínar að rekja til sjávarútvegs.Á 20. öld breyttust kjör Íslendinga gríðarlega til hins betra og í þeirri uppbyggingu skiptu fiskveiðar sköpum. Sjávarútvegur hefur því um langt skeið verið undirstaða velmegunar á Íslandi. Það er því skylda Íslendinga að halda vel utan um sögu og þróun sjávarútvegs og kynna komandi kynslóðum hér á landi, sem og erlendum gestum, hvernig sambúð Íslendinga var og er í dag við hafið og lífríki sjávar. Sjóminjasafninu í Reykjavík er m.a. ætlað að standa þá vakt.

Grandagarður 8, 101 Reykjavík

+354 517 9400

Heimasíða