Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Ljósmyndasafnið er hluti af nýstofnuðu safni – Borgarsögusafni Reykjavíkur, ásamt Árbæjarsafni, Landnámssýningunni Aðalstræti,  Sjóminjasafninu í Reykjavík og Viðey. Markmið Ljósmyndasafnsins að er skapa sér sérstöðu og vera leiðandi á sínu sviði. Safnið varðveitir ýmis myndasöfn frá atvinnu- og áhugaljósmyndurum. Um er að ræða um 5 milljón ljósmynda frá tímabilinu um 1870 til 2002.Myndefni safnanna er fjölbreytt.  Þar er að finna fjölskylduljósmyndir, myndir frá ljósmyndastofum, iðnaðar- og auglýsingaljósmyndir, blaðaljósmyndir, landslagsljósmyndir og fleira.
 SÝNINGAR
Sýningarhald safnsins markast af því að gefa sem fjölbreyttasta mynd af því sem er að gerast á sviði ljósmyndunar. Safnið leggur því metnað sinn í að kynna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi.

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

+354 411-6300

Heimasíða