Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið er eign íslensku þjóðarinnar og um starfsemi þess er fjallað í öðrum kafla leiklistarlaga 1998, nr. 138 23. 12.Á hverju leikári sýnir Þjóðleikhúsið fjölbreytt úrval sviðsverka, með það að markmiði að efla og glæða áhuga landsmanna á list leikhússins.Á verkefnaskránni eru að jafnaði ný og eldri innlend og erlend verk, klassískar leikbókmenntir, söngleikir, barnasýningar og danssýningar. Sérstök rækt er lögð við innlenda nýsköpun og ný íslensk leikverk. Þjóðleikhúsið leggur einnig ríka áherslu á að efla áhuga og skilning yngri kynslóða á leikhúsinu með sýningum fyrir börn og unglinga og fræðslustarfi.
Leikið er á fimm leiksviðum í Þjóðleikhúsinu.

  • Stóra sviðið tekur 505 gesti samtals, í sal (376 sæti) og á svölum (129 sæti). Þegar hljómsveitargryfja eða framsvið eru í notkun geta gestir verið  460.
  • Kassinn við Lindargötu 7 tekur 137 gesti.
  • Kúlan, barnasviðið í kjallara við Lindargötu 7, tekur 80 gesti, en allt að 120 gesti ef setið er á dýnum á gólfinu.  
  • Brúðuloftið (Leikhúsloftið), á efstu hæð í aðalbyggingu, tekur um 100 gesti í sæti.
  • Leikhúskjallarinn í aðalbyggingu tekur um 100-200 gesti. Uppröðun í áhorfendasal er breytileg, og gestir sitja ýmist í sætaröðum eða við borð.

Hverfisgata 19, 101 Reykjavík

+354 551 1200

Heimasíða