Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið

Leikfélag Reykjavíkur er elsta leikfélag sem starfað hefur óslitið á Íslandi og er jafnframt eitt elsta starfandi menningarfélag landsins. Leikfélagið var  stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina. Félaginu var falin varðveisla eigna Kúlissusjóðsins svonefnda, sem var myndaður af aðgangseyri hinna fyrstu opinberu leiksýninga í Reykjavík 1854.  Fyrsta frumsýningin í nýja Iðnaðarmannahúsinu, eða Iðnó eins og leikhúsið var jafnan kallað, var 18. desember 1897 en þá voru frumsýnd tvö dönsk leikverk með söngvum; Ferðaævintýrið eftir A. L. Arnesen og Ævintýri í Rósenborgargarði eftir Johan Ludvig Heiberg í leikstjórn Indriða Einarssonar.

Listabraut 3, 103 Reykjavík

+354 568 8000

Heimasíða