Song Cycles II – Ágúst Ólafsson & Gerrit Schuil

Ljóðaflokkar - Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil

Megininntak þessa ljóðaflokks er hið sama og í „Müllerin“.

Aftur fylgjum við ljúfsárri sögu ungs manns sem hafnað er af stúlkunni sem hann elskar. Í þessum ljóðflokki er þó kafað enn dýpra í sálu unga mannsins. Við kynnumst þrá hans til að yfirgefa smábæinn þar sem hann býr, sívaxandi einmanaleika hans og flótta hans frá félagslegum aðstæðum. Tilfinningalífi hans er lýst af næstum sársaukafullu raunsæi. Að lokum hittir hann tónlistarmann sem hann biður um að leika undir söng sínum.

Ágúst Ólafsson er einn fremsti barítónsöngvari Íslendinga. Hann lærði söng í Helsinki en kom svo heim eftir að námi lauk. Fjölbreytt verkefnaval hans í óperunni, á tónleikum og í óratóríum sýna breidd hans sem flytjanda. Styrkleikar hans koma skýrt fram í ljóðasöng og fyrir hann hefur hann hlotið hrós ekki ómerkari manna en Schwarzkopf og Fischer-Dieskau. Árið 2010 fluttu Ágúst og Gerrit Schuil alla ljóðaflokka Schuberts á Listahátíð og hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjendur ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. Í framhaldinu voru þeir hvattir til að endurtaka flutninginn, sem þeir nú gera.

26. mar. 2017 kl. 17:00–18:00
Viðburði er lokið

Harpa

Austurbakka 2, 101 Reykjavík

+354 528 5000

Vefsíða viðburðar

Kaupa miða

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ