JOHN WILLIAMS TÓNLEIKAR - LÚÐRASVEIT VERKALÝÐSINS

JOHN WILLIAMS TÓNLEIKAR - LÚÐRASVEIT VERKALÝÐSINS

Félagar Lúðrasveitar verkalýðsins hafa lengi dáð bandaríska tónskáldið John Williams og leikið verk hans við ýmis tækifæri. Þriðjudagskvöldið 21. mars verður Williams heiðraður af LV og heilir tónleikar töfraðir fram með hans tónlist í Kaldalóni Hörpu.

Þau eru ekki mörg tónskáldin sem geta státað af viðlíka ferli og Williams. Langsamlega þekktastur er hann fyrir kvikmyndatónlist sína og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana. Nægir þar að nefna tónlist hans úr Star Wars, Indiana Jones, Harry Potter og Jurassic Park myndaröðunum, auk tónlistar út vel þekktum myndum eins og Superman, ET, Home Alone og Schindler’s list svo að aðeins séu tekin örfá dæmi.

Listinn yfir verðlaunatilnefningar er mílulangur og sömuleiðis ótrúlegur fjöldi verðlauna. 5 Óskarsverðlaun, 7 Bafta, 4 Golden Globe, 3 Emmy og 23 Grammyverðlaun segja alla söguna.

Lúðrasveit verkalýðsins var stofnuð árið 1953 og hefur alla tíð starfað af miklum krafti og fyrir löngu skipað sér sess hjá íslenskum tónlistarunnendum. Stjórnandi sveitarinnar er Kári Húnfjörð Einarsson og eru spilararnir sem fram koma á tónleikunum ríflega 40 talsins.

Sérstakur gestur tónleikanna er Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

21. mar. 2017 kl. 20:00–22:00
Viðburði er lokið

Harpa

Austurbakka 2, 101 Reykjavík

+354 528 5000

Viðburður á Facebook

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ