Axel Flóvent

Axel Flóvent

Axel: Axel Flóvent hitar upp fyrir Eurosonic. Árið 2015 var einstaklega gott fyrir Axel Flóvent en eftir að hafa gefið út EP plötuna Forest Fires hefur prófíll hans stækkað hratt um allan heim. Laginu Forest Fires hefur verið streymt þrem milljón sinnum á ýmsum tónlistarveitum og samdi Sony í Evrópu við Axel á dögunum um að dreyfa Forest Fires EP plötunni og byggja ofaná þennan frábæra árangur. Axel hefur nýlega selt tónlist í sjónvarpsþætti og auglýsingar erlendis og var lagið hans Beach meðal annars í Vampire Diaries núna í Desember.

Axel heldur út í næstu viku til að spila á Eurosonic og eru þessir tónleikar hugsaðir til að hita upp fyrir það. Einnig mun Axel ferðast um Holland og Pólland í kjölfarið. Axel heldur svo á tónleikaferðalag um Bandaríkin í febrúar og mars. Það er frítt inn og hlökkum við til að sjá sem flesta.

15. sep. 2017 kl. 20:30–22:30
Viðburði er lokið

Bæjarbíó

Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður

+354 860 0631

Vefsíða viðburðar

Kaupa miða

+ SKRÁ VIÐBURÐ