Performance: Take Me Here by the Dishwasher - Memorial for a Marriage

Gjörningur: Taktu mig hérna við uppþvottavélina - minnisvarði um hjónaband

Tíu tónlistarmenn syngja og leika daglangt á gítar yfir tveggja vikna tímabil. Þeir eru dreifðir um sýningarsalinn, eins og hver í sínum heimi en allir þó í samhljómi. Þeir tylla sér á stóla, flatmaga á beddum, rölta um og hangsa með hljóðfærin sín á meðan tómar bjórflöskur safnast fyrir kringum þá. Að baki er sýnt síendurtekið þriggja mínútna myndband af karli og konu í ástarleik í eldhúsi. Atriðið er úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977, og leikararnir eru foreldrar Ragnars. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur . GAMMA er aðalstuðningsaðili sýningarinnar.

Frá: 9. sep. 2017 kl. 10:00–17:00
Til: 24. sep. 2017 kl. 10:00–17:00
Viðburði er lokið

Hafnarhús Listasafn Reykjavíkur

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ