A French Celebration - Iceland Symphony

Frönsk veisla - Sinfóníuhljómsveit Íslands

Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, býður til sinfónískrar veislu þar sem flutt verða létt og aðgengileg tónverk frá heimalandi hans. Leiknir verða nokkrir vinsælir þættir úr verkum Offenbachs, meðal annars forleikurinn að Parísarlífi og hinn víðfrægi Can-Can dans úr óperettunni Orfeus í undirheimum. Einnig hljóma tvö gjörólík verk eftir Maurice Ravel, fjörug valsasyrpa og hið ljúfsára Pavane fyrir látna prinsessu. Lærisveinn galdrameistarans er eitt frægasta tónaljóð franskrar tónlistar og margir þekkja það úr teiknimyndinni sívinsælu Fantasíu. Hollensku bræðurnir Lucas og Arthur Jussen eru meðal skærustu ungstirna píanóheimsins. Þeir hafa unnið til fjölda verðlauna og hljóðritað fjóra diska fyrir Deutsche Grammophon.

21. sep. 2017 kl. 19:30–22:00
Viðburði er lokið

Harpa | Eldborg

Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ