3. Innanlandsráðstefna Íslandsdeildar EPTA (Evrópusamband píanókennara)

3. Innanlandsráðstefna Íslandsdeildar EPTA (Evrópusamband píanókennara)

Næsta innanlandsráðstefnan verður haldin sunnudaginn 14. janúar 2018 í Bergi tónleika- og fyrirlestrarsal Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá kl. 10:00-19:00. Tónlistarskólinn hefur boðið okkur velkomin að nýta hina frábæru aðstöðu sem þar er til staðar og hlökkum við til að halda næstu innanlandsráðstefnuna utan höfuðborgarsvæðisins. Síðast þegar EPTA félagar lögðu land undir fót var ekkert smávegis fjör og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Lokaskráningarfrestur á innanlandsráðstefnuna er til 15. des. nk. Skráningargjald á ráðstefnuna er kr. 12.500 fyrir EPTA félaga og kr. 15.000 fyrir aðra sem innifelur léttan hádegisverð, kaffi og síðdegishressingu og greiðist við skráningu fyrir 15. des. nk. Vinsamlegast greiðið inn á reikning EPTA 0515-26-13773 kt. 690586-2239 og sendið skýringu á epta@epta.is 
Minnum á að hægt er að sækja um styrk fyrir ráðstefnugjaldi í endurmenntunarsjóði stéttarfélaga.

Dagskrá, skráning og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni http://epta.is/is/

14. jan. kl. 09:00–19:00
Viðburði er lokið

Hljómahöllin

Hjallavegur 2, 230 Keflavík

420 1030

Vefsíða viðburðar

Viðburður á Facebook

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ