Sinfóníuhljómsveit Íslands 2016/2017

Sinfóníuhljómsveit Íslands 2016/2017

Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur að jafnaði fram vikulega á tónleikum í Hörpu, nær alltaf í Eldborg en líka í Norðurljósum. Hljómsveitin fær til liðs við sig innlenda og erlenda listamenn sem leika einleik á tónleikum hennar eða halda um tónsprotann.

Nýtt starfsár, 2016/17, býður upp á spennandi tónleikadagskrá frá septemberbyrjun fram í júní. Um er að ræða fyrsta starfsár nýs aðalhljómsveitarstjóra Yan Pascal Torelier sem stýrir hljómsveitinni reglulega allan veturinn. Meðal annarra hljómsveitarstjóra má nefna fastagesti eins og aðalgestastjórnandann Osmo Vänskä, staðarlistamanninn Daníel Bjarnason og heiðursstjórnandann Vladimir Ashkenazy. Til að flytja marga af mikilfenglegustu konsertum tónbókmenntanna er m.a. von á Tetzlaff-systkinunum, Nikolai Lugansky, James Ehnes, Alinu Ibragimovu og Stepan Hough ásamt fjölda innlendra einleikara.

Miðasala, endurnýjun áskrifta og sala nýrra auk almenn sala á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst í júní 2016. Fyrir hópabókanir eða nánari upplýsingar má hafa samband við miðasölu Hörpu: midasala@harpa.is

ATH: Allar dagsetningar og tímasetningar, verð og nöfn listamanna eru birt með fyrirvara um breytingar.

Frá: 2. sep. 2016 kl. 20:00
Til: 17. des. 2017 kl. 14:00
Viðburði er lokið

Harpa

Austurbakka 2, 101 Reykjavík

+354 528 5000

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ