Leppalúðar og Létt Jólatónlist

Leppalúðar og Létt Jólatónlist

Lúðarnir snúa aftur á Græna Hattinn 2. desember ! Leppalúðar og létt jólatónlist er bráðskemmtilegt skemmtikvöld þar sem þjóðþekktir grínistar og tónlistarmenn láta móðinn mása í tali og tónum. Þetta eru þeir Röggi, Summi og Valur úr Hvanndalsbræðrum ásamt Sóla Hólm útvarps- sjónvarps- og uppistandsstjörnu og hinu víðförla kyntákni landsbyggðarinnar Gísla Einarssyni frá Borgarnesi. Hér verða sagðar skemmtilegar jólasögur, leikin nokkur jólalög og drukkið talsvert jólaglögg. Tilvalin skemmtun fyrir fólk sem vill létta sér lundina fyrir jólin og finna hinn sanna jólavínanda

Frá: 2. des. 2017 kl. 20:00–22:00
Til: 2. des. 2017 - 3. des. 2017
Viðburði er lokið

Græni hatturinn

Hafnarstræti 96, 600 Akureyri

Vefsíða viðburðar

Kaupa miða

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ