Lunchtime Classics | Prokofiev and the cello

Klassík í hádeginu I Sellóverk Prokofievs

Sigurgeir Agnarsson og Nína Margrét Grímsdóttir flytja sjaldheyrð verk fyrir selló og píanó eftir Prokofiev Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi Föstudaginn 17. nóvember kl. 12.15-13.00 Tónleikarnir verða endurteknir sunnudaginn 19. nóvember kl. 13 Ókeypis aðgangur Rússneska tónskáldið Sergei Prokofiev (1891-1953) er í sviðsljósinu á nóvembertónleikum Klassíkur í hádeginu, þar flytja Sigurgeir Agnarsson og Nína Margrét Grímsdóttir sjaldheyrð verk fyrir selló og píanó. Tónleikarnir hefjast á nokkrum píanóverkum úr flokknum Visions fugitives sem tónskáldið flutti gjarnan sem aukalög en fá nú verðskuldaða athygli sem úrvals tónsmíðar. Í aðalhlutverki er þó sónata í C-dúr óp. 119 sem frumflutt var 1950 af Rostropovich og Richter í sal tónlistarháskólans í Moskvu við frábærar undirtektir.

17. nóv. 2017 kl. 12:15–13:00
Viðburði er lokið

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi

Gerðuberg 3-5, 111 Reykjavík

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ