Stórjólatónleikar útskriftarárgangs leikara Listaháskóla ísland

Stórjólatónleikar útskriftarárgangs leikara Listaháskóla ísland

Jólin koma snemma í ár! Útskriftarárgangur leikaranema við Listaháskóla Íslands mun halda sína árlegu jólatónleika á Hard Rock sunnudaginn 17. desember klukkan 21. Í ár verður öllu tjaldað til og má búast við miklu sjónarspili og tónleikaskemmtun sem enginn ætti að verða svikinn af. Valgeir Skagfjörð mun leika undir af sinni alkunnu snilld en það er aldrei að vita nema fleiri hjóðfæraleikarar verði hópnum til halds og trausts þetta árið. Dagskráin samanstendur af úrvali jólalaga sem hópurinn mun flytja saman og í sitthvoru lagi, frábærum kynnum, gestaatriðum og einnig verða flutt frumsamin lög sem aldrei hafa heyrst áður opinberlega.

Þetta verða hugsanlega síðastu jólatónleikar þessa frábæra bekkjar sem á næstu mánuðum mun klára leiklistarnámið og hefja feril. Svo ef þú vilt komast í jólaskap þá skaltu ekki láta þetta magnaða kvöld fram hjá þér fara.

Fram koma: Árni Beinteinn Árnason, Ebba Katrín Finnsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Elísabet S. Guðrúnardóttir, Hákon Jóhannsson, Hlynur Þorsteinsson, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórey Birgisdóttir ásamt fyrrum bekkjarfélögum þeim Aroni Má Ólafssyni og Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur. Auk þess hafa ýmsir góðir gestir kynnt komu sína.

17. des. 2017 kl. 21:00–22:00
Viðburði er lokið

Hard Rock Cafe

Vefsíða viðburðar

Kaupa miða

+ SKRÁ VIÐBURÐ