Harpa Guided Tours - Behind the Scenes

Skoðunarferðir - Kíktu bakvið tjöldin

Skoðunarferðir um Hörpu eru ógleymanlegar. Leiðsögumenn Hörpu segja þér allt um hönnunina, hinn einstaka glerhjúp Ólafs Elíassonar og allt hitt sem gerir Hörpu að því einstaka mannvirki sem hún er. Björtuloft eru heimsótt, með sínu einstaka útsýni og farið er um hina ólíku sali Hörpu. Ferðin endar í Eldborg þar sem fræðst er um tæknina, hljómburðinn og töfrana. Hægt er að mæta á auglýstum tímum við miðasölu Hörpu á jarðhæð og kaupa miða á staðnum. Skoðunarferðin er á ensku og tekur um 45 mínútur. Vinsamlegast kaupið miða í miðasölu Hörpu á fyrstu hæð. Verð á ferðinni er 2.200 krónur.

Frá: 17. jan. kl. 13:00–13:30
Til: 21. jan. kl. 15:30–16:00

Harpa

Austurbakka 2, 101 Reykjavík

+354 528 5000

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ