The Women in Data Science
Háskólinn í Reykjavík

Konur í upplýsingatækni

WiDS (Women in Data Science) er ráðstefna sem haldin er árlega á vegum Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með það að markmiði að styrkja og efla konur í tölvunarfræði og skyldum greinum.

Samtímis ráðstefnunni í Stanford er hún haldin á yfir 50 stöðum víða um heim og verður nú haldin í fyrsta sinn hér á landi 14. febrúar næstkomandi í Háskólanum í Reykjavík, í stofu V101 kl. 14-16. Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við /sys/tur, félag kvenna í tölvunarfræði við HR.

Tilgangurinn með WiDS-ráðstefnunni er að skapa vettvang til að miðla nýjustu tækni og rannsóknum í greininni, veita tækifæri til að læra af reynslu leiðandi fyrirtækja í tækni- og tölvugeiranum og efla tengsl milli kvenna í atvinnugreininni.

Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni á vefnum á slóðinni:

http://www.ru.is/haskolinn/vidburdir/wids-women-in-data-science

Þátttakendur:

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir - framkvæmdastjóri tengsla HR: Setning og fundarstjórn

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir – framkvæmdastjóri CCP: „Sýndarveruleiki hjá CCP“

Ingibjörg Ósk Jónsdóttir – Einn af stofnendum /sys/tra, meistaranemi í hugbúnaðarverkfræði við HR og starfsmaður Gangverks: „Halló heimur“

Renata Sigurbergsdóttir Blöndal - Senior data analyst hjá Meniga: „Hefurðu kíkt á tölurnar?“ Gagnagreining sem grunnstoð vöruþróunar

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir – Fyrrum data scientist hjá Quiz up

Anita Rós Kingo - Nemandi á tölvunarfræðibraut við FB

Hildur Einarsdóttir - Director of Global Product Management, Prosthetics hjá Össur: „Hendur, hné og tær“

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

14. feb. 2017 kl. 14:00–16:00
Viðburði er lokið

Háskólinn í Reykjavík

Menntavegi 1, 101 Reykjavík

+354 599 6200

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ