Ricky Gervais - Humanity World Tour

Ricky Gervais - Humanity World Tour

MIÐASALA HEFST FÖSTUDAGINN 24. FEBRÚAR KL. 10
PÓSTLISTAFORSALA SENU LIVE HEFST DAGINN ÁÐUR KL. 15:00
SKRÁNING HÉR

Ricky Gervais er einn áhrifamesti breski grínisti síðan Charlie Chaplin var og hét. Nú er hann á leiðinni til Íslands með Humanity, fyrstu uppistandssýningu sína í sjö ár og kemur fram í Eldborg Hörpu, sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl.

Ricky Gervais hefur leikið, sungið, framleitt og skrifað í mörg ár. Hann skapaði þrjá vinsæla þætti og merkilegt nokk þá lék hann aðalhlutverkin í þeim öllum. Við erum að tala um The Office, Extras og Derek. Þessi fjölhæfi snillingur hefur unnið til fjölmargra verðlauna, þar af sjö BAFTA-verðlaun, fimm British Comedy Awards, þrjú Golden Globe verðlaun og tvö Emmy-verðlaun.

Ricky hefur ekki setið auðum höndum á nýliðnu ári. Um daginn frumsýndi hann á Netflix kvikmyndina David Brent: Life On The Road og gaf út plötuna Life On The Road með "David Brent & Foregone Conclusion" ásamt söngvabókinni David Brent Songbook. David Brent er persóna sem flestir þekkja úr The Office þáttunum sem slógu hressilega í gegn um allan heim og eru þeir nú taldir vera farsælustu og áhrifamestu grínþættir í breskri sjónvarpssögu, en þeir voru þeir sýndir í yfir 90 löndum.

Þá lék hann á síðasta ári einnig í kvikmyndinni Special Correspondence og var kynnir Golden Globe verðlaunanna í 4. skiptið. Velgengni Ricky í bransanum hefur ekki gefið honum ekki mikinn tíma fyrir uppistand síðustu ár, en árið í ár markar endurkomu hans í uppistandið og við Íslendingar erum svo heppnir að vera hluti af nýja heimstúrnum.

Nú er um að gera að hafa hraðar hendur því aðeins 1.500 miðar verða í boði hér á landi. Verðsvæðin eru sem hér segir:

Úrvalssæti:        14.990 kr. (fjólublátt á mynd)
Verðsvæði 1:       11.990 kr. (rautt á mynd)
Verðsvæði 2:     10.990 kr. (ljósblátt á mynd)
Verðsvæði 3:      9.990 kr. (grænt á mynd)
Verðsvæði 4:      7.990 kr. (gult á mynd)

ATH: TAKMARKAÐ MAGN MIÐA Í BOÐI Í PÓSTLISTAFORSÖLUNNI.

Umsjón: Sena Live

Frá: 20. apr. 2017 kl. 20:00–22:00
Til: 21. apr. 2017 kl. 20:00–22:00
Viðburði er lokið

Harpa

Austurbakka 2, 101 Reykjavík

+354 528 5000

Vefsíða viðburðar

Kaupa miða

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ