ART READY: Ragnar Kjartansson Backstage

Námskeið - LISTLEIKNI: Ragnar Kjartansson baksviðs

Námskeið í fjórum hlutum sem tekur fyrir myndlist Ragnars Kjartanssonar út frá mismundandi listgreinum. Í verkum hans flettast saman myndlist, leikhús, tónlist og bókmenntir með fjölbreyttum hætti. Fagfólk á hverju sviði flytur erindi um þær skírskotanir sem Ragnar vinnur með og hvaða hlutverki þær kunna að gegna í list hans. Fyrirlesarar eru Auður Ava Ólafsdóttir listfræðingur, Benedikt Erlingsson leikari og leikstjóri, Elísabet Indra Ragnarsdóttir dagskrárgerðarmaður og Ragnar Helgi Ólafsson rithöfundur og listamaður. Námskeiðið Ragnar Kjartansson baksviðs fer fram aðra vikuna í september. Þátttökugjald er kr. 28.000. Skráning: http://bit.ly/2vDoqGA

7. sep. 2017 - 14. sep. 2017
Viðburði er lokið

Hafnarhús Listasafn Reykjavíkur

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík

Vefsíða viðburðar

Heimasíða staðar

+ SKRÁ VIÐBURÐ