8 Brim hf.

Stærðarflokkur Stórt
Röð innan flokks 8
Landshluti Höfuðborgarsvæði
Atvinnugrein Framleiðsla
Starfsemi Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra
Framkvæmdastjóri Ægir Páll Friðbertsson
Fyrri ár á listanum 2010–2019
Ávallt framúrskarandi Framúrskarandi 2020

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 95.176.081
Skuldir 52.068.529
Eigið fé 43.107.552
Eiginfjárhlutfall 45,3%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 20
Endanlegir eigendur 62
Eignarhlutur í öðrum félögum 14
Endanleg eign í öðrum félögum 26

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra

pila

Miðlungi áhættumikil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

Hafa þurft að aðlagast breyttum aðstæðum

Kristján Þ. Davíðsson er formaður stjórnar Brims.
Kristján Þ. Davíðsson er formaður stjórnar Brims. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Það gleður Kristján Þ. Davíðsson að fyrirtæki hans skuli hafa tekist að vera í hópi Framúrskarandi fyrirtækja allt frá því að Creditinfo hleypti verkefninu af stokkunum. „Við kappkostum alltaf að standa okkur vel og gera sífellt betur. Er hvetjandi þegar eftir því er tekið með viðurkenningu eins og þessari,“ segir hann.

Kristján er formaður stjórnar Brims og segir að á undanförnum árum hafi það komið sér vel fyrir félagið að starfsemin er fjölbreytt og hægt að aðlaga hana sveiflum. „Það felst í því viss áhættudreifing að hafa ekki öll eggin í sömu körfu. Þetta sáum við vel á þessu ári og í fyrra þegar loðnubrestur varð en hægt að sækja í aðrar tegundir í staðinn. Við höfum nýlokið síldarvertíðinni og gekk hún bæði hratt og vel, og í makrílnum veiddum við það magn sem við þurftum að veiða, en geymum eitthvað á milli fiskveiðiára.“

Brim er með höfuðstöðvar á Grandanum í Reykjavík.
Brim er með höfuðstöðvar á Grandanum í Reykjavík. Haraldur Jónasson/Hari

Brim hefur líka þurft að aðlagast breyttum aðstæðum á markaði fyrir bolfiskafurðir. Kristján segir kórónuveirufaraldurinn hafa breytt áherslum kaupenda og að mikilvægir hlutar markaðarins hafi sama sem gufað upp. „Sumar tegundir og afurðir seljast í miklu magni til hótela og veitingastaða á ferðamannastöðum sem í dag eru mannlausir. Framleiðendur sitja því uppi með birgðir af óseldum fiski og þurfa að leita nýrra markaða ella að hægja á veiðum. Hér kemur í ljós einn af mörgum kostum íslenska kvótakerfisins sem leyfir okkur að láta fiskinn vera áfram í sjónum og bíða veiða þangað til markaðsaðstæður batna.“

Smásölumarkaður vex í faraldri

Þótt sala á fiski til hótela og veitingastaða hafi dregist mikið saman þá hefur orðið aukning í sölu á fiski í matvöruverslunum og mælist í tugum prósenta á sumum markaðssvæðum. „Smásölumarkaðurinn hefur ekki náð að bæta að fullu samdráttinn hjá hótelum og veitingastöðum og áhrifin eru misjöfn eftir því hvaða fisktegund er um að ræða. Þannig virðist vöxtur á neytendamarkaði ekki síst snúa að þorski, ýsu og laxi.“

Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og bendir Kristján á að kórónuveirufaraldurinn kunni að auka fiskneyslu til lengri tíma litið. „Þegar má greina merki um það á stöðum eins t.d. Bandaríkjunum að neytendur eru að uppgötva það núna að úti í búð geta þau fengið hollan og bragðgóðan fisk í roðlausum og beinlausum bitum sem einfalt og fljótlegt er að elda,“ segir hann og bætir við að faraldrurinn hafi líka minnt rækilega á mikilvægi heilsusamlegs mataræðis en leitun sé að hollari próteingjafa en fiski.

Engey er einn af glæsilegum togurum Brims sem hefur ráðist …
Engey er einn af glæsilegum togurum Brims sem hefur ráðist í mikla endurnýjun skipastólsins á síðustu árum. Morgunblaðið/Hari

Fiskurinn leitar á netið

Þá má reikna með að faraldurinn breyti því hvernig almenningur kaupir fisk, og að salan færist í auknum mæli yfir á netið. Kristján segir að íslensk útgerðarfyrirtæki eigi að vera í góðri stöðu til að grípa það tækifæri sem felst í auknu vægi netverslunar enda er greinin tæknivædd og á því hægt um vik með að sníða vöruna að óskum neytenda, með bitum af öllum mögulegum stærðum og gerðum, ferskum, frystum eða söltuðum, með roði eða roðfletta, beinlausa og snyrta eins og best verður á kosið. „Margir af viðskiptavinum okkar eru að vinna hörðum höndum að því að nýta tækifærin sem þetta nýja umhverfi hefur skapað, en um árabil hafa áhugaverðar tilraunir verið gerðar með sölu á fiskbitum í heimsendingu og jafnvel í áskrift. Nú upplifa flestir matvælaframleiðendur mikinn vöxt í þessum geira.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar