ATH.: Upplýsingarnar sem hér koma fram eru úreltar. Skoðið frekar Framúrskarandi fyrirtæki 2021.

382 Húsheild ehf.

Stærðarflokkur Meðalstórt
Röð innan flokks 153
Landshluti Norðurland eystra
Atvinnugrein Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð
Starfsemi Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis
Framkvæmdastjóri Ólafur Ragnarsson
Fyrri ár á listanum 2019
Framúrskarandi 2020

Hvernig gengur reksturinn?

Eignir 408.009
Skuldir 264.330
Eigið fé 143.679
Eiginfjárhlutfall 35,2%
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna

Eigendur og eignarhald

Þekktir hluthafar 2
Endanlegir eigendur 2
Eignarhlutur í öðrum félögum 1
Endanleg eign í öðrum félögum 1

Lánshæfismat félaga í sömu grein

Meðallánshæfi félaga í atvinnugreininni Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis

pila

Miðlungi áhættumikil

Meira um fyrirtækið hjá CreditInfo

„Þurfum að fara að vanda okkur“

„Við teljum að við í byggingabransanum sem og annars staðar þurfum að fara að vanda okkur og reyna að passa upp á kolefnissporið og við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja í því,“ segir Ólafur Ragnarsson, framkvæmdastjóri Húsheildar, en fyrirtækið byggir nú Svansvottuð raðhús í Urriðaholti í Garðabæ, sem hann segir að séu líklega þau fyrstu sem byggð eru með þeim hætti á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrirtækið er eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum Creditinfo og Ólafur segir það hafa komið sér á óvart hversu mikla þýðingu sá stimpill hefur haft fyrir viðskipti fyrirtækisins. Greinilegt sé að birgjar og aðrir stórir aðilar á markaði líti á vottunina sem merki um góðan og ábyrgan rekstur. Í myndskeiðinu er rætt við Ólaf um rekstur Húsheildar.

Um fimmtíu til sextíu manns starfa hjá fyrirtækinu sem var stofnað árið 2007 og hefur byggt talsvert af húsum um land allt. Svansvottuðu timburraðhúsin sem félagið byggir nú undir merkjum Vistbyggðar í Urriðaholti eru væntanleg á markað á fyrri hluta næsta árs og nánar verður fjallað um þau hér á mbl.is innan skamms.

Í sam­starfi við Cred­it­in­fo sýn­ir mbl.is nú heim­sókn­ir í nokk­ur Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki og nú þegar hafa heim­sókn­ir í FriðheimaStoð, Garðheima, Vörð og Völku verið birt­ar.

mbl.is

Fleiri greinar og viðtöl

Samstarfsaðilar