Stærsta einkavædda olíufélag í heimi með samruna Exxon og Mobil

Bandarísk samkeppnisyfirvöld samþykktu í dag að heimila samruna olíufélaganna Exxon og Mobil en samruninn er metinn á 81 milljarða bandaríkjadollara, eða 5.780 milljarða íslenskra króna. Með samrunanum verður til stærsta olíufélag í heimi sem ekki er ríkisrekið. Samkeppnisyfirvöld hafa haft beiðni um samrunann til skoðunar frá því í desember í fyrra.

Samruninn var heimilaður með því skilyrði, til að tryggja samkeppni, að olíufélögin tvö myndu selja rúmlega 2.400 bensínafgreiðslustöðvar, flestar í norðausturhluta landsins, Kaliforníu og Texas.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK