Kaupa ísfisktogara til að flytja fisk til Skotlands

Akurey RE-3.
Akurey RE-3.

Fyrirtækið Íslandsflutningar hafa keypt ísfisktogarann Akurey RE af Granda hf. og verður skipið í framtíðinni notað til þess að flytja ferskan fisk frá Þorlákshöfn til Skotlands að því er kemur fram á fréttavefnum InterSeafood.com. Reiknað er með því að flutningarnir geti hafist eftir u.þ.b. þrjár vikur. Akurey hefur legið í höfn í Reykjavík frá því að Grandi hf. lagði skipinu fyrir um þremur árum.

Eigendur fiskverkunarinnar Snoppu ehf. í Ólafsvík sem standa að Íslandsflutningum. Á InterSeafood.com er haft eftir Agnari Norðfjörð Hafsteinssyni, einum forráðamanna fyrirtækisins, að nýju eigendurnir hafi fengið skipið afhent og gefið því nafnið Bravó. Segir Agnar einnig að þessi flutningsmáti verði mun ódýrari en flug og eigi einnig að vera vel samkeppnishæfur í verði við gámaflutningaskipin. Skipið mun fara frá Þorlákshöfn einu sinni í viku og kemur til greina að sigla til Scrabster, Peterhead eða Ullapool í Skotlandi. Siglingin til Skotlands frá Þorlákshöfn mun taka um tvo sólarhringa. Fréttavefur InterSeafood.com
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK