Úskriftarverkefni nemenda í Frakklandi um íslenskt fyrirtæki

Hópur nemendur í markaðsfræði við franskan háskóla, Ecole de Management de Grenoble, hefur valið að gera útskriftarverkefni um íslenska auglýsinga- og markaðsfyrirtækið Smart SMS. Um er að ræða heilsársverkefni við skóla í Frakklandi og víðar um Smart SMS, sem hefur boðið hringitóna, leiki og tákn fyrir farsímanotendur hér á landi og gert samninga við fyrirtæki um virðisaukandi SMS-þjónustu.

Ástæða þess að nemendurnir í Grenoble höfðu veður af Smart SMS má rekja til þess að nokkrir þeirra þekkja eiginkonu Halldórs Viðars Sanne, framkvæmdastjóra Smart SMS. Hann sagði sérlega ánægjulegt að nemendur við erlendan háskóla hefðu áhuga á að fjalla um verkefni sem tengdist íslensku fyrirtæki. "Um er að ræða útskriftarverkefni og kann að hjálpa okkur að komast inn á franska markaðinn, en nemendurnir greina hann, kosti og galla," sagði Halldór.

"Við höfum hins vegar ekki áformum að hasla okkur völl í Frakklandi og því er það fyrst og fremst heiður að nemendurnir völdu fyrirtækið," segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK