ÍE-kynning send út á Netinu

Kynning Íslenskrar erfðagreiningar á Biocentury Future Leaders-ráðstefnunni verður send út beint á Netinu. Á ráðstefnunni munu forsvarsmenn ÍE kynna fyrirtækið og ræða um nýlega áfanga í starfsemi þess, að því er segir í fréttatilkynningu.

Þá kemur fram að kynningin fer fram fimmtudaginn 1. apríl næstkomandi, kl. 18:50 að íslenskum tíma, á Millenium Broadway-hótelinu í New York. „Bein útsending verður aðgengileg á netinu á heimasíðu Íslenskrar erfðagreiningar, www.decode.is. Þeim sem áhuga hafa á að hlusta á fundinn er bent á að skrá sig á Netinu nokkru áður en hann hefst,“ segir í tilkynningunni.

Gengi bréfa deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hækkað um 4,0% það sem af er viðskiptadags á bandaríska Nasdaq-markaðnum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK