Stofnandi IKEA orðinn ríkasti maður heims

Ingvar Kamprad, stofnandi sænsku húsgagnaverslunarkeðjunnar IKEA, hefur fellt Bill Gates, stjórnarformann Microsoft, úr sessi sem ríkasti maður heims. Sænska sjónvarpsstöðin SVT2 sagði í gærkvöldi að þetta kæmi fram í næsta tölublaði sænska viðskiptatímaritsins Veckans Affarer sem kemur út í vikunni en blaðið áætlar að Kamprad, sem er 77 ára, eigi nú um 400 milljarða sænskra króna eða um 4 þúsund milljarða íslenskra króna. Eignir Gates eru metnar á 47 milljarða dala eða um 3300 milljarða króna.

Kamprad, sem þekktur er fyrir að berast lítið á og ferðast m.a. alltaf í almenningsfarrými flugvéla og ekur á gömlum Volvo, býr í Sviss og tekur ekki lengur þátt í rekstri IKEA. Hann er samt aðaleigandi félagsins sem rekur um 180 verslanir í yfir 30 löndum.

SVT2 segir að fall Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum sé helsta ástæða þess að Kamprad hefur nú náð Gates.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK