Skinney-Þinganes kaupir netabátinn Happasæl

Happasæll KE.
Happasæll KE. mbl.is/Hafþór

Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði keypti netabátinn Happasæl KE 94 af Happa ehf. í dag. Happasæll er 357 brúttótonn að stærð, en hann var smíðaður í Kína árið 2001. Kaupverð á bátnum fékkst ekki uppgefið hjá Skinney-Þinganesi. Hann var seldur án kvóta. Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinney-Þinganess, sagði að ástæða kaupanna væri sú að fyrirtækið vildi yngja upp flota fyrirtækisins.

Hann sagði að Happasæll, sem verður gerður út frá Höfn, væri útbúinn til netaveiða og færi líklega á netaveiðar, humarveiðar og á dragnót. Aðalsteinn sagði að Happasæll hafi farið í slipp í dag og fyrirtækið fengi hann á ný í kringum mánaðamót. Happasæll færi hins vegar að öllum líkindum ekki til veiða fyrr en í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK