Flugleiðir verði útrásarfyrirtæki

Flugleiðir hf. munu í auknum mæli beina sjónum sínum að útrás í uppbyggingu leiguflugs og fraktflutninga auk þess sem fjárfestingarstarfsemi verður nú ein af meginstoðum félagsins.

Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, boðar nýja tíma í rekstri Flugleiða í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir að stefnt sé að ytri jafnt sem innri vexti félagsins og ytri vöxturinn muni fyrst og fremst ganga út á kaup á öðrum félögum eða samruna við önnur félög. Hannes reiknar með að slíkur vöxtur verði á sviði flugrekstrar og flutningastarfsemi eða annars sem því er tengt. Þannig megi samnýta t.d. leiðakerfi og markaðsstarf. Að sögn hans verður nú unnið af krafti að því að finna félög sem annaðhvort er hægt að taka yfir eða sameinast.

Stjórn Flugleiða leggur til við boðaðan hluthafafund 18. október að hlutafé verði aukið um 40%.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir