Flugleiðir að kaupa Bláfugl

Þota fraktflugfélagsins Bláfugls.
Þota fraktflugfélagsins Bláfugls. mbl.is/Jim Smart

Flugleiðir hf. og eigendur fraktflugfélagsins Bláfugls hf. hafa unnið að samningum um kaup Flugleiða á Bláfugli og tengdu félagi. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands, að stjórn Flugleiða fjalli um samningsdrögin í dag.

Bláfugl hefur verið með fimm B737-300-fraktvélar í rekstri og boðaði um mánaðamótin að Boeing 757-200 fraktflugvél yrði bráðlega tekin í notkun. Yfir 80% af starfsemi Bláfugls eða Bluebird Cargo fer fram erlendis en rekstrinum er stjórnað frá höfuðstöðvunum á Keflavíkurflugvelli. Starfsmenn Bláfugls eru nú 49 og þar af 28 flugmenn. Meirihluti flugstjóranna er þýskur en flestir flugmenn íslenskir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK