Allir starfsmenn Flugleiða fá hlutabréf í félaginu

Nýtt merki Flugleiða, sem heitir nú FL Group.
Nýtt merki Flugleiða, sem heitir nú FL Group.

Fram kom á aðalfundi Flugleiða, sem nú heita FL Group, að Árni Gunnarsson, markaðsstjóri Flugfélags Íslands verði framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands en hann tekur við af Jóni Karli Ólafssyni, sem tekur við starfi framkvæmdastjóra Icelandair.

Gunnar Már Sigurfinnsson, svæðisstjóri Icelandair í Frankfurt, verður framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. Hlynur Elísson, fjármálastjóri Flugfélags Íslands og Bílaleigu Flugleiða, verður framkvæmdastjóri Rekstrarstýringarsviðs Icelandair.

Þá urðu tvær breytingar urðu á stjórn félagsins á aðalfundinum. Inga Jóna Þórðardóttir og Pálmi Kristinsson tóku sæti í stjórninni, í stað Benedikts Sveinssonar og Ragnhildar. Stjórn FL GROUP er því þannig skipuð: Árni Oddur Þórðarson, Gylfi Ómar Héðinsson, Hannes Smárason, Hreggviður Jónsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jón Þorsteinn Jónsson, Pálmi Kristinsson og varamenn í stjórn eru Einar Örn Jónsson og Gunnar Þorláksson.

Á aðalfundinum voru kynntar skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið á yfirstjórn félagsins. Stjórnarformaður FL Group er nú í fullu starfi með meginábyrgð á stefnumótun, útrás og fjárfestingum fyrirtækisins og í lok maí tekur Ragnhildur Geirsdóttir við forstjórastarfi hjá FL Group en Jón Karl Ólafsson hjá Icelandair. Í nýju skipulagi er skerpt verulega á hlutverki móðurfélags samstæðunnar sem fjárfestingafélags og einnig er lögð meiri áhersla á þátttöku móðurfélagsins í rekstri dótturfélaganna. Undir stjórn forstjóra FL Group verða í móðurfélaginu tvö meginsvið. Annars vegar er rekstrarstýringar- og þróunarsvið sem leiðir stefnumótun samstæðunnar og markmiðasetningu og fylgir eftir árangri í rekstri dótturfélaga. Einar Sigurðsson verður framkvæmdastjóri rekstrarstýringar og þróunarsviðs. Hins vegar er fFjármálasvið, sem hefur með höndum fjármálastjórnun samstæðunnar, áhættustýringu og lausafjárstýringu og vinnur jafnframt náið með dótturfélaginu Fjárvakri, sem þjónar öllum einingum samstæðunnar með bókhald, launabókhald og fjármálaþjónustu. Ekki hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs.

Auk þessa heyrir beint undir forstjóra Upplýsinga- og kynningardeild sem hefur með höndum kynningar- og samskiptamál samstæðunnar bæði inná við og útávið. Guðjón Arngrímsson mun stýra upplýsingadeildinni. Upplýsingatæknideild, mun einnig heyra undir forstjóra. Hún stýrir og samhæfir upplýsingatækniþróun samstæðunnar. Hjörtur Þorgilsson mun stýra upplýsingatæknideildinni.

Niðurstöður aðalfundar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK