Árásir valda lækkun á olíuverði

Verð á hráolíu féll um 5 dollara strax eftir að fréttir af hryðjuverkaárásunum í London bárust. Segir í 1/5 fréttum KB banka að svo virðist sem sá ótti hafi skapast að árásirnar dragi úr hagvexti, en framvirkt verð á olíu lækkaði um 1,1% eða í $60,61 í morgun.

„ Það sem vinnur á móti verðlækkunum eru stormviðvaranir fyrir Mexikóflóa í Bandaríkjunum, en áhyggjur eru um þær geta haft áhrif á framboð olíu þar sem að um 30% af olíuframleiðslu Bandaríkjamanna fer fram þar. “

Olíuverð hækkaði um meira en $1 dagana eftir 11. september 2001 eða upp í $29, en lækkaði síðan það sem af var ári. Hryðjuverkaárásin þá hafði mikil áhrif á efnahagslíf þjóða, þar sem talsverð minnkun var í flugi og í kjölfarið hægðist á hagkerfinu. Olíuverð lækkaði niður í um $20 í lok ársins 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK