Nýtt gullaldarskeið framundan í efnahagslífi Dana?

Frá Nýhöfn í Kaupmannahöfn.
Frá Nýhöfn í Kaupmannahöfn. mbl.is/Brynjar Gauti

Hagtölur, sem birtar voru í Danmörku í gær sýna að danskur efnahagur hefur sjaldan eða aldrei verið í betra standi. Segir blaðið Berlingske Tidende í dag að verðbólga áttunda áratugar síðustu aldar, fjárlagahalli níunda áratugarins og atvinnuleysi þess tíunda sé horfið en þess í stað minni staðan um margt á gullaldarárin á sjöunda áratugnum.

Hagtölur sem birtar voru í gær sýna að útflutningur hefur aukist á ný eftir að hafa staðið í stað undanfarin ár. Atvinnuleysi sé lítið. Nauðungaruppboð á fasteignum hafa aldrei verið færri og gjaldþrotum fyrirtækja hefur einnig fækkað. Þá er afgangur af vöruskiptum við útlönd að aukast og á síðustu 12 mánuðum var viðskiptajöfnuður jákvæður um 57 milljarða danskra króna. Þá hefur einkaneysla aldrei verið meiri.

Á sama tíma er húsaleiga lág, verðbólga einnig, gengi dönsku krónunnar sterkt, fasteignaverð er hátt og ríkisstjórnin hefur lagt fram fjárlagafrumvarp með miklum afgangi.

„Það gengur allt vel og stefnir í rétta átt," hefur blaðið eftir Jes Asmussen, hagfræðingi hjá Nordea Bank. Hann segir að ef hægt sé að finna að einhverju þá sé það helst skortur á vinnuafli en það er þó í raun ekki enn vandamál því ekki hafi verið mikið launaskrið.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK