Nýtt gullaldarskeið framundan í efnahagslífi Dana?

Frá Nýhöfn í Kaupmannahöfn.
Frá Nýhöfn í Kaupmannahöfn. mbl.is/Brynjar Gauti

Hagtölur, sem birtar voru í Danmörku í gær sýna að danskur efnahagur hefur sjaldan eða aldrei verið í betra standi. Segir blaðið Berlingske Tidende í dag að verðbólga áttunda áratugar síðustu aldar, fjárlagahalli níunda áratugarins og atvinnuleysi þess tíunda sé horfið en þess í stað minni staðan um margt á gullaldarárin á sjöunda áratugnum.

Hagtölur sem birtar voru í gær sýna að útflutningur hefur aukist á ný eftir að hafa staðið í stað undanfarin ár. Atvinnuleysi sé lítið. Nauðungaruppboð á fasteignum hafa aldrei verið færri og gjaldþrotum fyrirtækja hefur einnig fækkað. Þá er afgangur af vöruskiptum við útlönd að aukast og á síðustu 12 mánuðum var viðskiptajöfnuður jákvæður um 57 milljarða danskra króna. Þá hefur einkaneysla aldrei verið meiri.

Á sama tíma er húsaleiga lág, verðbólga einnig, gengi dönsku krónunnar sterkt, fasteignaverð er hátt og ríkisstjórnin hefur lagt fram fjárlagafrumvarp með miklum afgangi.

„Það gengur allt vel og stefnir í rétta átt," hefur blaðið eftir Jes Asmussen, hagfræðingi hjá Nordea Bank. Hann segir að ef hægt sé að finna að einhverju þá sé það helst skortur á vinnuafli en það er þó í raun ekki enn vandamál því ekki hafi verið mikið launaskrið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK