Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka: Tónninn í skýrslunum að breytast

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagði að æ fleiri fjármálaaðilar væru farnir að fylgjast með íslensku bönkunum. Fleiri skýrslur en skýrsla greiningardeildar Morgans Stanley, sem kom út í gær, væru að koma út. Sem betur færi væri tónninn í þessum skýrslum að breytast. Hreiðar Már sagði það vera erfitt fyrir sig að tjá sig um ummæli eins þessara aðila og átti þar við skýrslu Morgans Stanley. Í henni er Kaupþing banki m.a. gagnrýndur fyrir ágenga stefnu í fjármálaumsvifum sínum og að gera ekki háar kröfur um eigið fé.

„Við rekum viðskiptamódel sem er öðru vísi en viðskiptamódel annarra norrænna banka. Þetta viðskiptamódel er vel þekkt víðast annars staðar," sagði Hreiðar Már. Hann játaði því aðspurður að líklega ætti Morgan Stanley að þekkja það viðskiptamódel, en sagðist ekki hafa hitt þennan greiningaraðila.

Skýrsluhöfundar Morgan Stanley telja að Kaupþing beiti ágengri fjárfestingastefnu í Bretlandi án þess að hafa kynnt sér þann markað nægilega vel áður en hafist var handa við fjárfestingar.

Hreiðar Már svaraði því til að Kaupþing væri nú orðið 20. stærsti banki Bretlands og enginn norrænn banki væri stærri í Bretlandi í dag. Kaupþing væri nú með 600 starfsmenn í Bretlandi og teldi sig þekkja þann markað ágætlega.

Þá er vikið að eignatengslum Kaupþings við félög sem aftur eru stórir hluthafar í bankanum. Verði skakkaföll geti það haft víðtækar afleiðingar.

„Þetta er misskilningur," sagði Hreiðar Már. „Það er krosseignarhald á milli Kaupþings og Exista en við höfum ekki aukið eigið fé okkar vegna góðs gengis Exista. Þegar við reiknum út okkar eigið fé drögum við eignarhlut okkar í Exista frá. Þannig hefði það ekki nein áhrif á fjárhagsstöðu Kaupþings banka þegar gengi bankans lækkaði."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK