Stefnt að stofnun lánamarkaðar með verðbréf

Verðbréfaskráning og Kauphöllin hafa í samstarfi við markaðsaðila undirbúið stofnun lánamarkaðar með verðbréf og er stefnt að koma honum á laggirnar innan fárra mánaða. Kauphöllin hefur jafnframt kannað möguleikann á stofnun afleiðumarkaðar. Sá möguleiki verður kannaður frekar. Þetta kom fram í ræðu formanns eignarhaldsfélags Verðbréfaþings, Bjarna Ármannssonar, á aðalfundi félagins í gær.

Viðamesta verkefni stjórnar Verðbréfaþings var að taka afstöðu til erindis OMX um sameiningu. Kostir og gallar sameiningar voru skoðaðir gaumgæfilega, meðal annars með aðstoð ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri að svo stöddu í þágu markaðarins að taka tilboði OMX um samrunaviðræður. Engu að síður er Kauphöllin skuldbundin norrænu samstarfi og mun leggja sig fram um að þróa það áfram og dýpka. Í þessu skyni tók stjórnin meðal annars þá ákvörðun að fjárfesta í OMX fyrir 100 milljónir króna og Oslo Børs fyrir 50 milljónir. Þótt þarna hafi ekki verið um háar fjárhæðir að ræða, var þetta gert með það fyrir augum að búa í haginn fyrir nánara samstarf í framtíðinni, að sögn Bjarna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK