Baugsmálið í Guardian

Íslensk stjórnvöld hafa lagt fram nýjar ákærur í 19 liðum í Baugsmálinu gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tveimur öðrum. Fjallað er um málið í breska dagblaðinu Guardian í dag. Þar kemur fram, að uppi séu vangaveltur um hvort málið geti haft einhver áhrif á mögulegt tilboð Baugs í bresku verslunarkeðjuna Woolworths, en Baugur á 10% hlut í keðjunni, samkvæmt Guardian.

Samkvæmt upplýsingum sem Guardian hefur frá Baugi, er ekki búist við því að ákærurnar nú hafi einhver áhrif á verkefni félagsins og að Jón Ásgeir hafi ítrekað sakleysi sitt í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK