Ný svört skýrsla frá Danske Bank

Danske Bank spáir ekki vel fyrir íslenskum efnahagsmálum í nýrri …
Danske Bank spáir ekki vel fyrir íslenskum efnahagsmálum í nýrri skýrslu.

Greiningardeild Danske Bank sendi í dag frá sér nýja skýrslu um íslenskt efnahagslíf og segir ástæðuna þá að gengi krónunnar hafi lækkað fyrr og hraðar en áður var gert ráð fyrir. Segist bankinn spá því áfram, að fyrir höndum sé alvarlegt samdráttarskeið. Þá spáir bankinn því að gengi krónunnar haldi áfram að falla gagnvart evru og Bandaríkjadal. Segir Danske Bank að íslenski seðlabankinn geri sér grein fyrir því hvert stefni og verði nú að hækka stýrivexti og herða tökin á peningamálunum til að halda sjó.

Sagt var frá skýrslu bankans á fréttavef viðskiptablaðsins Børsen. Danske Bank að íslenskt efnahagslíf geti búist við að lenda í meiriháttar áfalli og miklar skuldir og viðskiptahalli gangi ekki til lengdar.

Bankinn segir, að þótt stýrivextir á Íslandi verði hækkaðir í allt að 16%, eins og Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hafi orðað, sé ekki víst að það dugi til að koma böndum á lántökur og launahækkanir og snúa við gengisþróun krónunnar. Á einhverjum tímapunkti muni íslenska krónan þó hafa veikst það mikið og vextir verið hækkaðir nóg til að jafnvægi náist og þá verði aftur freistandi að kaupa krónur. Þetta gerist þó varla á næstu 12 mánuðum.

Þá spáir Danske Bank því nú að gengi evrunnar verði 100 krónur á næstu þremur mánuðum, 105 krónur eftir hálft ár og 110 krónur eftir 12 mánuði. Þessi spá eigi þó aðeins við ef gripið verður til frekari aðgerða í peningamálum.

Skýrsla Danske Bank

Frétt Børsen

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK